Digital printing
RANNSÓKNIR
Í samráði við viðskiptavini okkar og hráefnabirgja erum við sífellt að leita leiða við að þróa og bæta vörur okkar. Þessar tilraunir hafa nú þegar leitt til margra einstakra niðurstaða. Við erum ávallt tilbúnir að takast á við ögrandi verkefni með viðskiptavinum okkar.
SKIPULAG FLUTNINGA
Akarton er staðsett í borginni Venlo sem hefur til margra ára verið einn af stærri flutningamiðlunar stöðum í Evrópu. Þannig getum við tryggt hraða og örugga dreifingu á framleiðsluvörum okkar um alla Evrópu. Tenging Venlo við Rotterdam tryggir stuttan afgreiðslutíma á vörusendingum til Íslands.
SJÁLFBÆRNI
Við hjá Akarton erum meðvituð um sjálfbærni og umhverfissjónarmið. Þess vegna erum við með ISO 14001 staðla og leggjum áherslu á ISO 14064 þar sem sérstök áhersla er lögð á minnkun koltvísýringi, CO2 til samræmis við ISO 14064. Við höfum einnig valið umhverfisvæna stefnu í öllum innkaupum til samræmis við FSC® staðla.
VÖRUHÚS
Vöruhús okkar er um 50.000 m3. Þar getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á birgðahald þar sem hægt er að samþætta hagstæðar framleiðslulotur og halda lager fyrir viðskiptavini okkar og afgreiða eftir þörfum.
STAÐLAR
Akarton er með ISO 9001-, ISO 14001- and FSC®-staðla. Sérstök áhersla er lögð á minnkun á koltvísýringi , CO2 í samræmi við ISO 14064 og stefnu okkar í samfélagslegri ábyrgð. Þess vegna erum við meðlimir í alþjóðlegu samstarfi Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbærni. (United Nations' Global Compact)