VÖRUÚRVAL

"Regular, slotted" kassar
Við framleiðum "Amercian slotted" kassa í mörgum stærðum og gerðum , allt frá litlum kössum úr einfaldri bylgju upp í stóra kassa með þrefaldri bylgju. Mjög fjólhæfur og góður vélbúnaður ásamt prentvélum gerir okkur þetta kleift.

Die-cut boxes
Hjá Akarton er mikil reynsla í framleiðslu á "die-cut" kössum. Við erum með margar framleiðsluvélar sem ráða við flestar útgáfur í stórum eða smáum upplögum. Einnig erum við með flexo og offset prentvélar.

"Multi-point" límdir kassar
"Autolock" kassar , með 4 eða 6 límpunktum „ multi-point „ en við erum með margar mismunandi límvélar sem gera okkur kleift að framleiða flestar gerðir af "autolock" kössum.

Hönnun umbúða
AVið aðstoðum viðskiptavini okkar með margar umbúðalausnir þegar pakka á allavega hlutum. Einnig skoðum við og komum með tillögur um hvernig má auka afköst við pökkun hjá viðskiptavinum. Við höfum jafnvel boðið upp á sérhæfða pökkun þar sem við erum með deild innan Akarton þar sem tekur þátt í starfi þar sem fólki með takmarkaða starfsgetu fær starf við hæfi og gerir það fólki kleyft að öðlast sjálfstraust og stíga næstu skref inn á hefðbundinn vinnumarkað.

Innkaup á öðrum vörum. Samnýting á gámum
Hjá okkur er mikil reynsla við innkaup og getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á aðstoð við að útvega ýmsar aðrar vörur svo sem vörubretti , filmur , krumpu , límbönd og margt fleira. Með því móti er hægt að ná niður flutningskostnaði. Með verulegri stækkun á lagerhúsnæði og framleiðslu nú á nýliðnu ári getum við haldið hluta af lager fyrir viðskiptavini okkar sé þess óskað og afgreitt í hlutaafgreiðslum.


 

VEFVERSLUN

Fyrir smærri viðskiptavini höfum við boðið uppá vefverslun. www.akartonverpakt.nl. Hér er boðið uppá standard kassa en bendum jafnframt á að hafa samband við okkur með sérlausnir.


WEBSHOP

VÖRUR

Við framleiðum hefðbundna bylgjupappa umbúðir, bakka og tröllakassa. Við getum boðið upp á mjög mikið úrval af lausnum ásamt því að hanna og framleiða fyrir við viðskiptavini okkar sérlausnir. Við bjóðum einnig upp á að framleiða „ prototýpur“ áður en framleiðsla hefst. Við framleiðum úr F-bylgju og AAC bylgju umbúðalausnir og allt sem rúmast þar á milli. Einnig höfum við lagt metnað í að framleiða litlar sem stórar lotur , úr ýmiskonar efnum. Má einnig nefna bakka sem notaðir eru í bakaríum og eru húðaðir og þola hita upp að 250 °C og má baka t.d. brauð í þeim. 100% vatnsheldir kassar eins og notaðir hafa verið með góðum árangri í sláturhúsum á Íslandi. Hjá Akarton erum við ávallt reiðubúnir að leitast við að leysa vandamál fyrir viðskiptavini okkar.


 

ONZEPRODUCTEN-foto1

 

ONZEPRODUCTEN-foto2

UMBÚÐIR

Bylgjupappa umbúðir hafa verið notaðar í meira en 1000 ár. Það er hinsvegar á seinni árum sem meiriháttar tæknilegar framfarir hafa átt sér stað. Efnisþyngd hefur verið minnkuð án þess að styrkur minnki. Þróun í lögun bylgjunnar , notkun á endurunnu efni á móti nýjum pappa ( KRAFT ) hefur þróast mikið. Við fylgjumst vel með þessari þróun og tökum upp nýjungar í efnisvali og framleiðslu. Akarton einskorðar sig ekki bara við bylgjupappa umbúðir. Við erum stöðugt að þróast í þá átt að geta sinnt ólíkum þörfum viðskiptavina með notkun á pappa í, plasti , tré, svamp og fleiru. Í samstarfi við marga framleiðendur höfum við getað boðið ýmsar aðrar lausnir þar sem bylgjupappi er ekki besta svarið.


VERPAKKINGEN